| Hefur tjáð sig!!


mánudagur, nóvember 29, 2004 @ 23:07


Ef það er eitthvað sem hræðir mig...þá eru það helvítis trúðar.
Posted by Hello

Já ég viðurkenni það hér með að ég þjáist af svokallaðari Coulrophobia sem er fóbía...trúðafóbía...ef þið pælið í því þá er ekki í lagi með þetta fólk...risastórt blóðrautt nef...hvítir í framan einsog lík...gangi í of stórum buxum og ALLTOF ALLTOF stórum skóm sem er einhver merki um geðveiki að mínu mati. Ég ráfaði inná síðu sem er styrktarhópur þeirra sem þjást af Coulrophobia en það er lítið efni þar og mikið af ,,popp up" drasli, þannig að ég ætla ekki að linka hana hér. En þar er gefið eitt gott ráð sem ég ætla að nota ef ég lendi í þeim sporum. Ef þú festist í lyftu með trúð (you never know) áttu að hugsa bara um það að þetta er bara aumkunarverður geðsjúklingur sem klæðir sig fáranlega....og ef hann nær ekki ,,augnkontakti" þá ræðst hann ekkert á þig... og svo rúsínan í pylsuendanum...trúðurinn meiðir þig ekki ef þú verður á undan ...þannig að nú tökum við höndum saman og útrýmum þessum brjálaðingum....í alvöru...horfið bara á myndina fyrir ofan....scary djöfull

FUCK CLOWNS

- svanurmg




Hit counter